Saumastofan
Grunnurinn og kynning á textíl. Aðferðir, hugtök, fræðsla, tilraunir og vinna eftir ferli.
Textílstofan
Leikið sér með skapandi ferli, lærðar fleiri aðferðir, fræðsla og umhirða fatnaðar.
Þráðurinn
Farið yfir framleiðsluferlið, textílsóun og endurnýtingu. Sjálfbærni og vitundavakning.
Saumastofan
Hanni hönnuður og Sara saumakona eiga litla saumastofu. Þau gera við föt og endurnýta gömul föt í ný verkefni.
Hanni elskar að gera tilraunir með textíl og er mikið í nýsköpun.
Sara vinnur meira með útsaum og getur breytt gamallri flík í nýja tískuflík!
Hvað er tíska?
En persónulegur stíll?
Hvað hefur áhrif á það hvernig við klæðum okkur?
Það fyrsta sem þau gera áður en þau byrja á nýju verkefni er að teikna hugmyndir. Það er ákveðið vinnuferli fyrir hvern hlut.
Stundum er gott að fara eftir uppskrift, hún segir manni hvaða efni og áhöld skal nota og leiðir mann í gegnum skrefin að fullvinnslu afurðar.
Nú er komið að þér að gera tilraunir í textíl! Best er að æfa sig fyrst í aðferðunum.
Kanntu eða getur þú nefnt einhverja aðferð?
Söru finnst gaman að líta til baka yfir söguna en inn á síðu Heimilisiðnaðarfélagsins má skoða margt sem tengist sögu textíls, til dæmis Íslenska þjóðbúninginn.
Hanni er meira að prófa sig í fjölbreyttum textílaðferðum. Það þarf ákveðna tækni við sumt en það er mjög gaman.
Til þess að læra að vefa og lita efni hitti Hanni vin sinn Valda vefara. Sara fer með því vinkona hennar Pála prjónakona vinnur á sömu vinnustofu.
Textílstofan
Pála prjónakona og Valdi vefari eiga vinnustofu sem þau kalla Textílstofuna. Þau vinna með textílinn á marga vegu.
Valdi hefur verið að vefa teppi, körfur og listaverk ásamt því að gera tilraunir með litun og munsturgerð. Pála er úr sveit og kann að rýja kindur og notar ullina til þess að spinna þráð. Hún elskar að prjóna en stundum þæfir hún líka úr ullinni.
Hver er munurinn á ofnu og prjónuðu efni?
Ull
wool
Sara hefur svo mikinn áhuga á fatnaði og sögu svo hún sest hjá Pálu og lærir um Íslensku Lopapeysuna (sem er verndað afurðarheiti í dag) á meðan þær kemba ull og spinna þráð.
Hör
Lín
Linen
Bómull
Cotton
silkiormur
púpur
Silki
silk
Valdi og Hanni eru að gera tilraunir með litun í ólík efni. Það er misjafnt eftir efnum hvernig litunin tekst til.
Veist þú eitthvað um trefjar og textílhráefni?
Hver er munurinn á náttúrulegum og gervi efnum?
Náttúruleg efni
Pála ætlar að æfa sig í hekli og Sara ætlar að sauma út. Valdi ákveður að fara að stoppa í sokka minnugur þess að hafa heyrt sögur af fólki í torfbæjunum öll að vinna að einhverju. Þá voru karlar, konur og börn öll látin vinna saman því það þurfti að gera allt í höndum.
Nú er komið að þér að prófa fleiri aðferðir og gera tilraunir.
Í dag eru til vélar sem sinna flestum störfum og ekki þarf því lengur að gera jafn margt í höndum.. Talandi um vélar, nú hefur Hanni lent í vandræðum með þvottinn! Sara ranghvolfir í sér augunum þegar hún sér hvað peysan hans hefur minnkað í þvottavélinni.
Kanntu ekkert á þvottamerkingar?
Það skiptir máli að þvo fötin sín rétt því efni þola mismikinn hita og núning.
Veist þú hvað merkingarnar á þvottamiðanum í flíkinni þinni þýða?
Handþvottur
Má þurrka í þurrkara. Hámarkshiti þurrkara
Lár • Meðal •• Hár •••
Má strauja, punktar segja til um hitastig
Lár • Meðal •• Hár •••
Má þvo í þvottavél.
Strik undir bala tákna skol og vindingu.
Eitt strik þýðir gerviefna stilling, tvö þýða ullar- og silkistilling.
Má ekki þurrka í þurkara
Má ekki strauja
Má ekki þvo í þvottavél
Best að hengja upp
rennandi blautt
Má bleikja með bleikiefnum
CL inn í þríhyrning merkir klór
Gráðutala inn í bala segir til um hámarkshita sem má þvo á
Leggið til þerris
Merki fyrir fatahreinsun. Hringur merkir að flík megi fara í þurrhreinsun
Kalli og Karólína klæðskerar og kjólameistarar vinna bæði á saumastofunni hjá Söru og Hanna. Þau hjálpa til við sníðagerð og eru mjög fær í öllum tæknilegum atriðum. Saumastofan leggur mikið upp úr endurvinnslu og hendir nánast engu. Þau sauma til dæmis litla búta saman til þess að fá stærri efnisflöt og endurnýta gamlar flíkur sem efni.
Hvað er fjöldaframleiðsla?
Veistu muninn á hrað- og hægtísku (fast & slow fashion)?
Þráðurinn
Karólína segir að sniðin skipti miklu máli svo flíkin heppnist vel og Kalli bætir við að mælingarnar skipta líka máli svo allt passi og efnið dugi.
Ferli frá hugmynd að flík
Textíll sem iðngrein er mjög yfirgripsmikil og mörg störf sem koma að vinnu við framleiðsluferlið frá hugmynd að fullunni flík.
Getur þú nefnt einhver störf sem tengjast textíliðnaðinum?
“There is no beauty in the finest cloth if it makes hunger and unhappiness”
Mahatma Gandhi
85% allra vefnaðarvara fer í ruslið á hverju ári!
30% af framleiddum fatnaði er fargað ónotuðum!
Öllum á saumastofunni þykir mikilvægt að vinna á sjálfbæran hátt og hugsa um náttúruna, bæði þegar kemur að efnisvali og framleiðslu. Saumastofan vinnur eftir hægri tísku og saumar föt eftir eftirspurn.
Skipta yfir í vistvæn og endurvinnanleg efni
Sjálfbærari leið að tísku
Kaupa færri og endingarbetri flíkur
Endurnýta gömul föt með smá breytingum
Kaupa notað
Vera meðvitað um þarfir þínar og óskir
Hér er áskorun til þín! Gerðu eitthvað endurvinnsluverkefni og ræðið af hverju textílsóun er skaðleg fyrir umhverfið.